Hið íslenska kvenfélag var stofnað í Reykjavík 26. janúar 1894 .
Samkvæmt lögum félagsins var stefna þess að:
- auka réttindi kvenna á Íslandi
- auka áhuga þeirra á að gæta fenginna réttinda og hagnýta sér þau
- efla menningu kvenna með samtökum og félagsskap
Helsti stofnandi félagsins var Þorbjörg Sveinsdóttir.
Auk hennar skipuðu fyrstu stjórn félagsins:
Árið 1897 tók Þorbjörg við formennskunni.
Árið 1903 tók Katrín Magnúsdóttir við. Hún var fulltrúi félagsins á Kvennalistanum sem bauð fram í bæjarstjórnarkosningum í Reykjavík 1908.
Félagið gaf út ársrit í fjögur ár þar sem fjallað var um kvenréttindamál og hélt félagið fyrirlestra um slík mál.
Ítarefni:
- Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna bls. 105
- Ársrit Hins íslenzka kvenfélags
- Sigríður Th. Erlendsdóttir, Veröld sem ég vil, saga Kvenréttindafélags Íslands 1907-1992. (Reykjavík: Kvenréttindafélag Íslands 1993) bls. 22-28.
- Katrín Björg Ríkharðsdóttir, „Eftirbreytniverð samtök. Saga Hins íslenska kvenfélags 1894-1962″ BA.-ritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands 1992
- Sigríður Thorlacius, Margar hlýjar hendur: ágrip af sögu Kvenfélagasambands Íslands, héraðssambanda og félaga sem það mynda. (Reykjavík: Kvenfélagasamband Íslands 1981) bls. 216-219.
- Kristín Ástgeirsdóttir, „Kvenréttindi og líknarmál í einni sæng“, Morgunblaðið 12. mars 1994, bls. 5-6
- Ragnhildur Pétursdóttir „Fimmtíu ára minning Hins íslenska kvenfélags“, Nýtt kvennablað 1. maí 1944, bls. 1-3
- Kristín Ástgeirsdóttir, „Brautryðjandinn: Hið íslenska kvenfélag“, Vera, 1. júlí 1994 bls. 6- 7
- Lbs. 973, fol . (Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn) Hið íslenska kvenfélag.
– Sjá jafnframt fundargerðarbækur félagsins Lbs. 971 og 972, fol.