Konur og stjórnmál.is

Vefurinn Konur og stjórnmál er hluti af verkefni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns í tilefni þess að árið 2015 eru 100 ár frá því að Danakonungur staðfesti stjórnarskrárbreytingu sem fól í sér að konur og vinnumenn, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt til Alþingis.
Verkefnið er unnið með styrk frá Framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna og í samvinnu Landsbókasafns við Alþingi, RIKK – Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands, RÚV og Þjóðskjalasafn Íslands.

Vefnum er ætlað að rekja sögu kosningaréttar íslenskra kvenna og fjalla um stjórnmálaþátttöku kvenna ásamt því að gera kvennabaráttu og jafnréttisbaráttu kvenna skil.
Vefurinn er í þróun en fyrst um sinn er lögð áhersla á að rekja sögu kosningaréttar kvenna á tímalínu ásamt því að fjalla um brautryðjendur í jafnréttisbaráttu kvenna. Einnig eru birtir undirskriftarlistar þar sem konur um land allt skoruðu á Alþingi að breyta stjórnskipunarlögum á þann hátt að konur fengju kosningarétt.