Olympe de Gouges

Olympe de Gouges (1748–1793) skrifaði ritið: „Yfirlýsing um rétt konunnar og borgarinnunnar“ (fr. Déclaration des droits de la femme et de la

Olympe de Gouges leidd undir fallöxina
Olympe de Gouges leidd undir fallöxina

citoyenne) árið 1791 sem andsvar við mannréttindayfirlýsingunni frá 1789 þar sem aðeins var fjallað um rétt karlmanna.

Olympe de Gouges var fædd árið 1748 í Montauban í Frakklandi. Hún starfaði sem leikritaskáld, barðist fyrir lýðræði og kvenréttindum þangað til hún var handtekin árið 1793 og leidd undir fallöxina sama ár.

Ítarefni:

Mary Wollstonecraft

CTB232268Mary Wollstonecraft (1759–1797) breskur heimspekingur, rithöfundur og femínisti. Árið 1792 kom út eftir hana bókin A Vindication of the Rights of Woman: with Strictures on Political and Moral Subjects. Þar heldur hún því fram að það sé nauðsynlegt hverri þjóð að konur fái sömu menntun og karlmenn því þær sjái um uppeldi barnanna og því þá geti þær orðið félagar eiginmanna sinna en ekki bara eiginkonur. Þannig myndi hagur og staða konunnar í samfélaginu batna, sem þær ættu skilið enda ættu þær að njóta sömu grundvallarréttinda og karlmenn.

Ítarefni:

Vilhelmína Lever

603_03-01_small
Teikning eftir: Kristinn G Jóhannsson.

Vilhelmína Lever varð fyrst kvenna á Íslandi til að taka þátt í opinberum kosningum í bæjarstjórnarkosningum á Akureyri.

Kosið samkvæmt dönskum lögum þar sem fram kom að „alle fuldmyndige Mænd“ hafi rétt til að kjósa sem útlagðist á íslensku þannig að allir fullmyndugir menn hefðu kosningarétt.

Vilhelmína Lever „verslunarborgarinna“ á Akureyri kaus í bæjarstjórnarkosningum á Akureyri 31. mars árið 1863 og aftur 3.  janúar 1866. Kosningarétt höfðu samkvæmt lögum allir fullmyndugir menn. (Kvennasögusafn)

Umfjöllun Héraðsskjalasafnsins á Akureyri.

Vilelmína bjó um tíma í Nonnahúsi á Akureyri.

Ítarefni:

 

Magnús Eiríksson

Magnús Eiríksson

Magnús Eiríksson (1808–1881) guðfræðingur sem varð einn af fyrstu karlmönnum á Norðurlöndum til að gerast talsmaður kvenna. Hann skrifaði bókina Breve til Clara Raphael undir nafninu Theodor Immanuel þar sem hann segir að konur standi körlum fyllilega jafnfætis þegar kemur að vitsmunum, tilfinningum og vilja. Þegar konur fái sömu kennslu og þjálfun og karlmenn eigi þær jafn gott með að valda hinum ýmsu embættum á sviði guðfræðinnar, lögfræðinnar og læknisfræðinnar.

Ítarefni:

Bréfasafn Magnúsar er varðveitt á handritasafni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafn: Lbs. 302-305 fol  Magnús Eiríksson cand. theol. bréfasafn

Páll Melsteð

Páll melstedPáll Melsteð (1812–1910) sagnfræðingur, sýslumaður og alþingismaður.

Hann skrifaði greinina:  „Hvað verður hjer gjört fyrir kvennfólkið?“ í  nóvember árið 1869 sem fjallar um menntun og stofnun skóla fyrir stúlkur.

Greinin birtist í Norðanfara 19. mars 1870.

Seinna stofnaði hann ásamt Þóru konu sinni  Kvennaskólann í Reykjavík árið 1874.

Ítarefni:

Kristín Bjarnadóttir

guðrúnbjarnadóttirKristín Bjarnadóttir (1812–1891) frá Esjubergi varð fyrst reykvískra kvenna til að nýta kosningarétt kvenna til sveitarstjórna frá 1882. Hún kaus til bæjarstjórnar 3. janúar 1888. Kristín var ljósmóðir í Kjalarneshreppi og rak síðar kaffistofu Hermesar í Lækjargötu og vefnaðarvöruverslun.

Ítarefni:

Guðmundur Einarsson

Mynd af alþingi.is
Mynd af alþingi.is

Séra Guðmundur Einarsson (1816-1882) frá Skáleyjum (síðar prestur í  Kvennabrekku og Breiðabólstað og alþingismaður árin 1852-1858 og 1869-1882) samdi ritgerðina „Samtök“ til Brjeflega fjelagsins í Flatey.

Þar hélt hann því fram fyrstur íslenskra manna að nauðsynlegt væri fyrir stúlkur að menntast „sjálfum sér og ættjörð sinni til gagns og sóma“.

Í ritgerðinni hvatti hann íslenskar konur til að hefja söfnun fyrir kvennaskóla á Íslandi.

Guðmundur og kona hans Katrín Ólafsdóttir voru foreldrar Theodóru Thoroddsen

Ítarefni:

Steinunn Jónsdóttir

Steinunn Jónsdóttir (1820-1878)
„ Vestur í Önundarfirði gerðist það við hreppsnefndarkosningar í Mosvallahreppi 10. ágúst 1874 að tvær konur, þær Ingibjörg Pálsdóttir á Kirkjubóli í Bjarnardal og Steinunn Jónsdóttir á Hesti, greiddu atkvæði þegar þar var kosið í hreppsnefnd í fyrsta sinn samkvæmt tilskipun um sveitarstjórn á Íslandi frá 1872.“

Ítarefni:

Þóra Melsteð

Þóra MelsteðÞóra Melsteð (1923–1919) stofnaði Kvennaskóla Reykjavíkur árið 1874, fyrsta kvennaskóla á Íslandi,  ásamt eiginmanni sínum Páli Melsteð.

Þóra var skólastjóri við skólann fyrstu 28 árin. Eftir hennar dag runnu allar hennar eignir í sjóð sem átti að styrkja fátækar stúlkur við skólann.

Ítarefni:

Þorbjörg Sveinsdóttir

þorbjörgÞorbjörg Sveinsdóttir (1827–1903) ljósmóðir og kvenréttindakona. Hún útskrifaðist úr ljósmóðurnámi í Kaupmannahöfn árið 1856. Hún starfaði eftir það sem ljósmóðir í Reykjavík til ársins 1902.

Þorbjörg stofnaði Hvítabandið árið 1895 og árið 1897 varð Þorbjörg formaður  Hins íslenska kvenfélags.

Þorbjörg var ógift og barnlaus en tók að sér systurdóttur sína Ólafíu Jóhannsdóttur.

Ítarefni: