Níunda júlí árið 1869 funduðu konur að Ási í Hegranesi um málefni sem snertu störf kvenna. Þessi fundur varð vísir að fyrsta kvenfélag á Íslandi.
Félagið var svo formlega stofnað árið 1871. Helsta markmið félagsins var að auka þekkingu félagsmanna á ýmsu sem við kemur heimilisrekstri auk þess að stuðla betri og aukinni menntun barna í skrift og reikningi.
Aðalumræðuefni fundarins 7. júlí 1869 var um hreinlæti og hvað mætti fara betur, bæði varðandi þrifnað og um betri nýtingu þess sem til var og hvað hægt væri að nota sem ónotað var.
Á fyrsta fundi var samþykkt:
- 1) að venja börn snemma við þá starfsemi sem þau réðu við
- 2) að senda hreina ull í kaupstaðinn
- 3) að koma upp vefstólum á öllum bæjum og kenna fleiri konum að vefa
Á næsta fundi var samþykkt að kenna öllum börnum að lesa og skrifa.
Eitt helsta baráttumál félagsins var stofnun kvennaskóla og varð það að veruleika árið 1877.
Fyrsti formaður félagsins var Sigurlaug Gunnarsdóttir hún saumaði einnig fyrsta skautbúningurinn sem saumaður var eftir teikningu Sigurðar Guðmundssonar málara og sjá má hér til hliðar.
Heimildir:
- Samtök skagfirzkra kvenna 100 ára. 7. júlí 1869 – 7. júlí 1969 (Akureyri, 1969) bls. 3-4
- Kvennaskóli Húnvetninga 1879-1939. Minningarrit (Reykjavík, 1939) bls. 10-11
- Aðalheiður B. Ormsdóttir. Við ósinn. Saga Kvennasamtakanna í Hegranesi, Hins skagfirska kvenfélags og Kvenfélags Sauðárkróks (Útgáfustaðar ekki getið, 1987) bls. 9-42.
- Sigríður Thorlacius, „Vaknað af dvala”, Konur skrifa til heiðurs Önnu Sigurðardóttur (Reykjavík, 1980) bls. 175-182.
- Norðanfari, 10. nóv. 1869, 82-83
- Norðanfari, 28. okt. 1871, 88-89
- Drífa Hjartadóttir, „Kvenfélagasamband Íslands 70 ára“ Morgunblaðið, 28. janúar 2000, bls. 42
- Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna. Ritstjórar Erla Hulda Halldórsdóttir og Guðrún Dís Jónatansdóttir. (Reykjavík: Kvennasögusafn Íslands 1998) bls. 104
- „Fyrsti kvenbúningurinn eftir teikningu Sigurðar málara“ , Tíminn Sunnudagsblað 30.júní 1973, bls. 536
- Kvenfélög við aldahvörf