Árið 1915 ákváðu konur í nokkrum reykvískum kvenfélögum að stofna sem sjóð sem skyldi leggja grunn að byggingu Landspítala Íslands. Þessi félög voru:
- Hið íslenska kvenfélag
- Hvítabandið
- Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins
- Kvenréttindafélag Íslands í Reykjavík
- Lestrarfélag kvenna í Reykjavík
- Thorvaldsensfélagið
- Ungmennafélagið Iðunn
- Verkakvennafélagið Framsókn
Þetta gerðu þær til að fagna kosningaréttinum sem þær hlutu 19. júní 1915. Safnanir og framlög til sjóðsins gerðu byggingu spítalans mögulega og var hann tekin í notkun desember 1930.
Ingibjörg H. Bjarnason var formaður sjóðsins til dánardags 30. október 1941.
Á Þjóðskjalasafni má sjá gögn sem varða sjóðinn. Kvennasögusafn varðveitir skjalasafn sjóðsins.
Ítarefni:
- ÞÍ. (Þjóðskjalasafn Íslands) Einkaskjalasafn E/45. Landsspítalasjóður I. Minningargjafabók 1916-1924
- ÞÍ. (Þjóðskjalasafn Íslands) Einkaskjalasafn E/45. Landsspítalasjóður III. Söfnunarlistar 1915
- Kvennasögusafn Íslands: KSS 122. Minningagjafasjóður Landsspítala Íslands. Einkaskjalasafn.
- „Ávarp til íslenskra kvenna: Stofnun landsspítala.“ Lögrétta 25.08.1915, bls. 137
- Guðrún P. Helgadóttir. „Ávarp “. Landspítalinn 50 ára, (Reykjavík: Ríkisspítalar 1980) bls. 61-62
- Ingibjörg H. Bjarnason, „Ræða ungfrú Ingibjargar H. Bjarnason um stofnun Landsspítala, kvenréttindadaginn 7. júlí þ. á., í Reykjavík.“ Iðunn, 1. okt.1915, bls. 125-128
Þrír pistlar á heimasíðu Landspítalans:
- „Konur og Landspítalinn/1.pistill“ http://www.spitalinnokkar.is/is/moya/news/konur-og-landspitalinn-1-pistill Skoðað. 21.apríl 2015
- „Konur og Landspítalinn/2.pistill http://www.spitalinnokkar.is/is/moya/news/enginn-titill Skoðað. 21.apríl 2015
- „Konur og Landspítalinn/3.pistill“ http://www.spitalinnokkar.is/is/moya/news/konur-og-landspitali-3-pistill Skoðað. 21.apríl 2015