Auður Auðuns (1911–1999) var fyrsta konan sem útskrifaðist á Íslandi sem lögfræðingur og fyrsta konan sem varð borgarstjóri Reykjarvíkur og ráðherra á Íslandi.
Auður lauk stúdentsprófi 1929 og lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1935, fyrst íslenskra kvenna.
Hún starfaði sem lögfræðingur Mæðrastyrksnefndar árin 1940–1960. Hún var bæjar- og síðar borgarfulltrúi í Reykjavík árin 1946–1970. Hún var fyrsta konan til að verða borgarstjóri en hún gegndi því embætti 1959–1960 ásamt Geir Hallgrímssyni.
Auður var kosin á þing 1959.
Hún var skipuð dóms- og kirkjumálaráðherra 1970 og gegndi því embætti til 1971.
Hún var virk í Kvenréttindafélagi Íslands og gerð að heiðursfélaga þess árið 1985 þegar félagið varð 70 ára.
Ítarefni: