Bríet Bjarnhéðinsdóttir

27. september 1856 - 16. mars 1940

Bríet_Bjarnhéðinsdóttir

„Enginn einn Íslendingur átti meiri þátt í því að íslenskar konur fengu lagalegt jafnrétti á við karla. Hún ruddi brautina, mótaði stefnuna og stjórnaði sjálf baráttunni.“

Sigríður Th. Erlendsdóttir, sagnfræðingur

Bríet Bjarnhéðinsdóttir 16 ára þegar hún skrifaði grein um stöðu kvenna. Hún sýndi engum greinina fyrr en 13 árum seinna þegar hún birti hana endurbætta, undir dulnefninu Æsa, í tímaritinu Fjallkonan. Greinin hét Nokkur orð um menntun og rjettindi kvenna” og birtist í tveimur hlutum 5. og 22. júní 1885.

Árið 1887 hélt hún fyrst íslenskra kvenna opinberan fyrirlestur. Fyrirlesturinn nefndist Fyrirlestur um hagi og rjettindi kvenna“ og var haldinn í Góðtemplarahúsinu 30.desember 1887. Aðgangseyrir var 50 aurar og góður rómur var gerður að erindi Bríetar og það gefið út stuttu síðar.

Árið 1894 var Bríet ein af stofnendum Hins íslenska kvenfélags.

Á árunum 1895-1926 var Bríet útgefandi og ritstjóri Kvennablaðsins.

Árið 1906 sótti Bríet fyrsta alþjóðaþing kvenréttindafélaga í Kaupmannahöfn. Í kjölfarið stofnaði hún Kvenréttindafélag Íslands.

Bríet var í forystu um kvennaframboð við bæjarstjórnarkosningarnar í Reykjavík 1908-1916 og sat í bæjarstjórn í áratug og beitti sér fyrir fjölbreyttum málaflokkum.

Tvívegis bauð Bríet sig fram til þings.

Hún hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1928. Hún var fyrsta nafngreinda konan á frímerki á Íslandi, árið 1978.

Ítarefni:

  • Aðalbjörg Sigurðardóttir, „Bríet Bjarnhéðinsdóttir og lífsstarf hennar“. Kvenréttindafélagið 40 ára 1907-1947. ritstj. Ingibjörg Benediktsdóttir o.fl (Reykjavík: Kvenréttindafélag Íslands 1947) bls. 43-48
  • Björg Einarsdóttir (1986). „Stórveldi í sögu íslenskra kvenna“. Úr ævi og starfi íslenskra kvenna. II. bindi (Reykjavík: Bókrún hf 1986), bls. 224-249
  • Bríet Bjarnhéðinsdóttir, „Sjálfsævisaga“. Merkir Íslendingar: nýr flokkur. Jón Guðnason bjó til prentunar 6. bindi. (Reykjavík: Bókfellsútgáfan 1967), bls. 115-129
  • Bríet Bjarnhéðinsdóttir, „Úr sjálfsævisögu“. Mánasilfur. Safn endurminninga. Gils Guðmundsson valdi og sá um útgáfu, 1.bindi. (Reykjavík: Iðunn, 1979), bls. 65-71
  • Bríet Héðinsdóttir, Strá í hreiðrið: bók um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur byggð á bréfum hennar.(Reykjavík: JPV 2006)
  • Kvennasögusafn
  • Sigríður Th. Erlendsdóttir, Veröld sem ég vil: Saga Kvenréttindafélags Íslands 1907-1992. (Reykjavík: Kvenréttindafélag Íslands 1993)
  • Matthías Viðar Sæmundsson, Héðinn, Bríet, Valdimar og Laufey: Fjölskylda og samtíð Héðins Valdimarssonar. (Reykjavík: JPV 2004)
  • Sigríður Th. Erlendsdóttir og Auður Styrkársdóttir. „Hver var Bríet Bjarnhéðinsdóttir og hvert var framlag hennar til kvenréttindabaráttu á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 13. október 2014.
  • Vilhjálmur Þ. Gíslason, Blöð og blaðamenn 1773-1944. (Reykjavík: Almenna bókafélagið 1972), bls. 185
  • Vilhjálmur S. Vilhjálmsson,  „Konan sem lagði fyrst á brattann“ (viðtal við Bríeti Bjarnhéðinsdóttur). Grær undan hollri hendi: Tuttugu og átta viðtöl og frásagnir. (Reykjavík: Setberg 1964), bls. 25-30
  • Viðtal við Bríeti í Alþýðublaðinu 26.september 1936

Einkaskjöl Bríetar Bjarnhéðinsdóttur eru varðveitt á handritasafni.

Tengdir atburðir

1790
1800
1810
1820
1830
1840
1850
1860
1870
1880
1890
1900
1910
1920
1930
1940
1950
1960
1970
1980
1990
2000
2010