Inga Lára Lárusdóttir

23. september 1880 - 7. nóvember 1949

Inga Lára Lárusdóttir (1883–1949) kennari í Reykjavík og ritstjóri mánaðarblaðsins 19. júní.

Mynd í vörslu Ljósmyndasafns Ísafjarðar.
Mynd í vörslu Ljósmyndasafns Ísafjarðar.

„…ljúf kona og hörð í horn að taka, ef henni var veittur átroðningur, hjarta hennar var hlýtt og viljinn einbeittur.“

Ragnheiður E. Möller, Þjóðviljinn 1949

Hún átti virkan þátt í störfum Kvenréttindafélags Íslands og sat um tíma í stjórn félagsins.

Hún var bæjarfulltrúi  í bæjarstjórn Reykjavíkur 1918–1922.

Hún átti sæti á lista Kvennalistans sem bauð fram til alþingis árið 1922.

Meðal annarra félagsstarfa hennar má nefna:

  • sat í stjórn Mæðrastyrksnefndar
  • tók þátt í störfum Slysavarnadeildar kvenna í Reykjavík
  • sat í stjórn Kvennaheimilisins  sem byggði Hallveigarstaði, félagsheimili Kvenréttindafélags Íslands
  • var  ritari Landspítalanefndar þar til hún tók við sem formaður árið 1941 og sinnti hún því starfi fram á dauðadag 1949
  • var fulltrúi Kvenréttindafélags Íslands  á Kvennastórþinginu í Stokkhólmi 1911
  • sótti tvisvar alþjóðaþing kvenna (The International Counsel of Women), í Osló 1920 og í Washington í Bandaríkjunum 1925

Ítarefni:

Tengdir atburðir

1790
1800
1810
1820
1830
1840
1850
1860
1870
1880
1890
1900
1910
1920
1930
1940
1950
1960
1970
1980
1990
2000
2010