Ingibjörg H. Bjarnason (1867–1941) var fyrsta íslenska konan til að taka sæti á alþingi. Hún sat á Alþingi 1922–1930 fyrir Kvennalistann (eldri), Íhaldsflokkinn, Sjálfstæðisflokkinn. Ingibjörg starfaði sem kennari og skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík í mörg ár og var formaður Landspítalasjóðs sem stóð að byggingu Landspítalans.
Í tilefni af 100 ára kosningarafmæli kvenna árið 2015 var afhjúpuð stytta af Ingibjörgu við Alþingishúsið. Styttan er sú fyrsta af nafngreindri konu í allri Reykjavíkurborg. Sjá þáttinn Grjótharðar úr þáttaröðinni Öldin hennar (RÚV).
„Konur eru þó fullur helmingur allra kjósenda á landinu. Ættu konur að íhuga það vel, að rjettur sá, er íslenskar konur öðluðust árið 1915, er svo mikilsverður, að þær geta, með því að nota hann til fulls, haft úrslitaáhrif á öll þau mál, sem þær láta tíl sín taka“.
Ítarefni:
- Alþingi
- Eyrún Ingadóttir, „Hugsjónir og veruleiki: störf Ingibjargar H. Bjarnason á alþingi 1922-1930“ Kvennaslóðir (Reykjavík : Kvennasögusafn Íslands 2001) bls. 340-353
- Ingibjörg H. Bjarnason,„Fimtardómur hinn ‘forni og konurnar.“ Lögrétta, 26.júní 1930 bls. 15-16
- Kjartan Magnússon, „Einingartákn og merkisberi íslenskra kvenna“ SunnudagsMogginn 30. október 2011, bls. 34-35
- Kristín Ásgeirsdóttir, „Fyrst kvenna á þing. Erindi flutt í Alþingishúsinu 8. Júlí 2012 í tilefni af því að þann dag voru 90 ár liðin frá því að Ingibjörg H.Bjarnason var kjörin á þing fyrst kvenna“ Jafnréttisstofa
- Kristín Ástgeirsdóttir, „Fyrst kvenna á Alþingi: gagnrýni á Ingibjörgu H. Bjarnason“, Fléttur 2 (Reykjavík : Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands 2004) bls. 171-189
- Wikipedia
Einkaskjalasöfn Ingibjargar H. Bjarnadóttur eru varðveitt á Kvennasögusafni.