Ingibjörg H. Bjarnason

14. desember 1867 - 30. október 1941

ingibjörgIngibjörg  H. Bjarnason (1867–1941) var fyrsta íslenska konan til að taka sæti á alþingi. Hún sat á Alþingi 1922–1930 fyrir Kvennalistann (eldri), Íhaldsflokkinn, Sjálfstæðisflokkinn. Ingibjörg starfaði sem kennari og skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík í mörg ár og var formaður Landspítalasjóðs sem stóð að byggingu Landspítalans.

Í tilefni af 100 ára kosningarafmæli kvenna árið 2015 var afhjúpuð stytta af Ingibjörgu við Alþingishúsið. Styttan er sú fyrsta af nafngreindri konu í allri Reykjavíkurborg. Sjá þáttinn Grjótharðar úr þáttaröðinni Öldin hennar (RÚV).

„Konur eru þó fullur helmingur allra kjósenda á landinu. Ættu konur að íhuga það vel, að rjettur sá, er íslenskar konur öðluðust árið 1915, er svo mikilsverður, að þær geta, með því að nota hann til fulls, haft úrslitaáhrif á öll þau mál, sem þær láta tíl sín taka“.

Ítarefni:

Einkaskjalasöfn Ingibjargar H. Bjarnadóttur eru varðveitt á Kvennasögusafni.

Tengdir atburðir

1790
1800
1810
1820
1830
1840
1850
1860
1870
1880
1890
1900
1910
1920
1930
1940
1950
1960
1970
1980
1990
2000
2010