Katrín Skúladóttir Magnússon

18. mars 1858 - 13. júlí 1932

Katrín Skúladóttir Magnússon

Katrín (Sigríður) Skúladóttir Magnússon (1858-1932) var formaður Hins íslenska kvenfélags þegar hún var kjörin í bæjastjórn Reykjavíkur árið 1908.

Hún tók við formennsku félagsins eftir andlát Þorbjargar Sveinsdóttur árið 1903 og gegndi formennskunni til ársins 1924.  Árið 1917 tók hún þátt í stofnun Bandalags kvenna og sat í fyrstu stjórn félagsins. Hún var virk í Thorvaldsensfélaginu, sat lengi í stjórn þess og var kjörin heiðursfélagi árið 1929. Hún tók þátt í söfnun fjár til byggingar Landspítalans. Hún hafði brennandi áhuga á menntun kvenna og sat um tíma í skólanefnd Kvennaskólans í Reykjavík.

Hún var meðal þeirra fjögurra kvenna sem tóku sæti í bæjarstjórn Reykjavíkur árið 1908 og sinnti því starfi til ársins 1916. Á þeim tíma starfaði hún meðal annars í fátækranefnd bæjarins.

Ítarefni:

Tengdir atburðir

1790
1800
1810
1820
1830
1840
1850
1860
1870
1880
1890
1900
1910
1920
1930
1940
1950
1960
1970
1980
1990
2000
2010