Kristín L. Sigurðardóttir

23. mars 1898 – 31. október 1971

Kristín L. Sigurðardóttir (1898–1971) var kosin á þing 1949. Það var í fyrsta skipti sem tvær konur Kristín L Sigurðardóttirsátu á alþingi á sama tíma.

Kristín var við nám í Lýðskólanum á Hvítárbakka 1913–1915.

Kristín starfaði sem húsmóðir og við verslunar- og skrifstofustörf. Auk þess sinnti hún margvíslegum trúnaðarstörfum innan hinna ýmsu félagasamtaka. Hún sat til að mynda í stjórn Kvenréttindafélags Íslands 1952–1968 og var formaður framkvæmdanefndar Hallveigastaða 1950–1966.

Þegar Kristín og Rannveig Þorsteinsdóttir voru kosnar var skrifað í Nýja kvennablaðið:

„Fögnum við hinum tveim nýkjörnu kvenþingmönnum fyrir hönd kvennasamtakanna og kvenna um land allt, og treystum því, að þær fái einhverju áorkað í áhugamálum okkar. Vitum við, að til þess hafa þær fullan vilja.“

Nýtt Kvennablað 1. nóvember 1949, bls. 7

Ítarefni:

Tengdir atburðir

1790
1800
1810
1820
1830
1840
1850
1860
1870
1880
1890
1900
1910
1920
1930
1940
1950
1960
1970
1980
1990
2000
2010