Ólafur Ólafsson (1855–1937) alþingismaður, prestur og kennari. Hann barðist ötullega fyrir réttindum kvenna. Veturinn 1891 flutti hann fyrirlesturinn Olnbogabarnið. Um frelsi, menntun og rjettindi kvenna.
Þar segir meðal annars:
Þegar lög mannfjelagsins fara að skipta með þeim, þá skamta þau karlkyninu rjettindin, kvenkyninu skyldurnar, karlkyninu frelsið, kvenkyninu þrældóminn, karlkyninu menntunina og þekkinguna, kvenkyninu fáfræðina og vanþekkinguna: og allt af er sama viðkvæði, allt af sama ástæðan: Af því að þú er kvenmaður, en hann karlmaður.
… það er því líkast sem sumum karlmönnum finnist það [kvenfólk] aldrei nógu auðmjúkt, nógu niðurlútt, nógu undirgefið undir harðstjórnarvald karlmannanna
Ólafur lagði fram þrjú frumvörp, með Skúla Thoroddsen þingmanni, sem fjölluðu um réttindi kvenna. Þau voru um fjárráð giftra kvenna, kjörgengi kvenna sem höfðu þá þegar fengið kosningarétt til sveitarstjórna og rétt kvenna til menntunar og embætta.
Ítarefni: