Sighvatur Árnason bóndi í Eyvindarholti í Vestur-Eyjafjallahreppi lagði fram frumvarp, um kosningarétt kvenna, á alþingi þar sem segir:
„1. grein. Ekkjur og aðrar ógiftar konur, sem standa fyrir búi eða eiga með sig sjálfar, skulu hafa kosningaréttt til alþingis, ef þær fullnægja skilyrðum þeim, sem körlum eru sett í 17. grein stjórnarskrárinnar.
2. grein. Konum skal jafnt sem körlum heimilt að taka próf við latínuskólann, ganga á presta og læknaskólann og taka þar próf.“
Frumvarpinu var vísað frá af forseta þar sem í því fælist stjórnarskrárbreyting.
Ítarefni:
- Gísli Jónsson, Konur og kosningar (Reykjavík: Bókaútgáfa menningarsjóðs 1977), bls. 24-25
- Æviágrip Sighvats Árnasonar á alþingi.is