Alþingisfrumvarpi vísað frá

 

Sighvatur Árnason bóndi í Eyvindarholti í Vestur-Eyjafjallahreppi lagði fram frumvarp, um kosningarétt kvenna, á alþingi þar sem segir:sighvatur árnason

1. grein. Ekkjur og aðrar ógiftar konur, sem standa fyrir búi eða eiga með sig sjálfar, skulu hafa kosningaréttt til alþingis, ef þær fullnægja skilyrðum þeim, sem körlum eru sett í 17. grein stjórnarskrárinnar.

2. grein. Konum skal jafnt sem körlum heimilt að taka próf við latínuskólann, ganga á presta og læknaskólann og taka þar próf.“

Frumvarpinu  var vísað frá af forseta þar sem í því fælist stjórnarskrárbreyting.

Ítarefni:

  • Gísli Jónsson, Konur og kosningar (Reykjavík: Bókaútgáfa menningarsjóðs 1977), bls. 24-25
  • Æviágrip Sighvats Árnasonar á alþingi.is