Með lögum nr. 49 frá 30.júlí 1909 um breytingu á lögum er snerta kosningarétt og kjörgengi í málefnum kaupstaða og hreppsfélaga fengu vinnukonur og giftar konur kosningarétt í málefnum hreppsfélaga og kaupstaða. Kjörgengi hafði hver sá sem hafði kosningarétt og var ekki vistráðið hjú.
Á Þjóðskjalasafni má sjá þessi lög með undirskrift Friðriks konungs.
Ítarefni:
- Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna. Ritstjórar Erla Hulda Halldórsdóttir og Guðrún Dís Jónatansdóttir. (Reykjavík: Kvennasögusafn Íslands 1998) bls. 148
- Stjórnartíðindi 1909 A, bls. 242
- ÞÍ. (Þjóðskjalasafn Íslands) Íslenska stjórnardeildin XVI/7, örk 16 (Islands Journald 16, nr. 191). Hilmar Finsen landshöfðingi sendir frumvarp um kosningarétt handa konum.