Fyrsta konan á Alþingi

Ingibjörg H. Bjarnason
Ingibjörg H. Bjarnason

Fyrsta konan, Ingibjörg H. Bjarnason,  kjörin á þing í landskjöri 8. júlí.
Kvennalistinn fékk 22,4% atkvæða og kjörsókn kvenna var 32,2%.

Það er heiður fyrir konur landsins að hafa fylkt sér svona vel um merki sitt, og kona sú sem þær hafa nú leitt í þingsæti, er tvímælalaust einhver sú hæfasta sem þær gátu valið þangað og munum vér karlmenn flestir hverjir, vænta oss hins besta af þingsetu hennar engu síður en konurnar.

Fram, 2. september 1922, bls. 125

Starf hins fyrsta fulltrúa kvenna á þingi verður hið erfiða starf brautryðjandans. Þar verður alt greiðara fyrir þær, sem á eftir koma

19. júní, 1. febrúar 1923, bls. 57.

Ítarefni: