Vigdís Finnbogadóttir (fædd 1930) var kosin forseti Íslands 1980 fyrst íslenskra kvenna. Hún var auk þess fyrsta konan í heiminum sem var lýðræðislega kjörin í embætti forseta.
Hún var forseti Íslands 1980-1996.
Vigdís nam frönsku og franskar bókmenntir við háskólann í Grenoble og Sorbonneháskóla í París. Hún er með BA próf í frönsku, ensku og uppeldis- og kennslufræði frá Háskóla Íslands.
Meðal þess sem hún hefur starfað við er leiðsögn, kennsla og hún var fyrst íslenskra kvenna leikhússtjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1972-1980.
Ítarefni: