Einfríður María Guðjónsdóttir (1888-1971) var fyrsta íslenska konan sem starfaði við bókband árið 1904. Hún hóf störf í Ísafoldarprentsmiðju 1904 og hún öðlaðist síðar sveinsréttindi. Einfríður var gjaldkeri Bókbandssveinafélags Reykjavíkur 1918-1919. Hún var gerð að heiðursfélaga Bókbindarafélags Íslands árið 1958.
Ítarefni:
- Ingi Rúnar Eðvarðsson, Samtök bókagerðarmanna í 100 ár: þeir byrjuðu ótrauðir bundust í lög, (Reykjavík : Þjóðsaga 1997), bls. 353-354
- Minningarorð um Einfríði sem birtust í Morgunblaðinu 1. júlí 1971, bls. 23