Skúli Thoroddsen (1859–1916) var alþingismaður, ritstjóri og blaðaútgefandi.
Hann var ötull baráttumaður fyrir réttindum kvenna. Bæði sem ritstjóri Þjóðviljans og sem alþingismaður.
Skúli lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum 1879 og lögfræðiprófi frá Kaupmannahafnarháskóla 1884.
Hann starfaði sem sýslumaður, málflutningsmaður og bæjarfógeti um árabil.
Hann var ritstjóri Þjóðviljans frá árinu 1886. Í áttundu grein stefnuskrár blaðsins segir:
„Rétt finnst oss, að karlar og konur séu jafnt sett að lögum“
og í ritstjórnartíð hans birtust í blaðinu margar greinar um kvenréttindamál.
Árið 1884 giftist hann skáldinu og kvenréttindakonunni Theodóru Thoroddsen.
Meðal þeirra frumvarpa sem hann lagði fram á alþingi voru mál um fjárráð giftra kvenna, kjörgengi kvenna sem höfðu þá þegar fengið kosningarétt til sveitastjórna og rétt kvenna til menntunar og embætta.
Ítarefni:
- Alþingi
- Jón Guðnason, Skúli Thoroddsen. (Reykjavík: Heimskringla 1968-1974)
- Minningarorð í Morgunblaðinu 1916
- Wikipedia