Guðrún Björnsdóttir (1853–1936) var félagi í og einn af stofnendum Kvenréttindafélags Íslands þegar hún var kosin í bæjarstjórn Reykjavíkur árið 1908.
Hún starfaði um árabil við mjólkursölu og skrifaði greinar í blöð um mál tengt sölunni, hreinlæti og annað.
Hún sat í bæjarstjórn Reykjavíkur 1908-1914.
Ítarefni:
- Björg Einarsdóttir: Úr ævi og starfi íslenskra kvenna. I. bindi. (Reykjavík: Bókrún 1984-1986), bls. 166-168
- Kvennasögusafn
- Auður Styrkársdóttir „„Vel Byrjar það“: Konur í bæjarstjórn í 100 ár.“, Lesbók Morgunblaðsins 2. febrúar 2008, bls. 2
- Wikipedia