Mary Wollstonecraft (1759–1797) breskur heimspekingur, rithöfundur og femínisti. Árið 1792 kom út eftir hana bókin A Vindication of the Rights of Woman: with Strictures on Political and Moral Subjects. Þar heldur hún því fram að það sé nauðsynlegt hverri þjóð að konur fái sömu menntun og karlmenn því þær sjái um uppeldi barnanna og því þá geti þær orðið félagar eiginmanna sinna en ekki bara eiginkonur. Þannig myndi hagur og staða konunnar í samfélaginu batna, sem þær ættu skilið enda ættu þær að njóta sömu grundvallarréttinda og karlmenn.
Ítarefni:
- Eyja Margrét Brynjarsdóttir, Hver var Mary Wollstonecraft og hvernig barðist hún fyri réttinum kvenna? Vísindavefurinn, 1.2.2011 http://visindavefur.is/?id=58337, Skoðað 13.4.2015
- Heiða Jóhannsdóttir, „Fölnuð blóm og fuglar í búri“. Viðtal við Brynhildi Heiðarsdóttur Ómarsdóttur um Mary Wollstonecraft. Lesbók Morgunblaðsins, 19. júní 2004, bls. 10.
- Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, „ Mary Wollstonecraft“, Vera 9.árg. 2.tbl. (apríl 1990) bls. 2
- Wikipedia