Kvennaskólinn stofnaður

1874 varKvennaskólinn við Austurvöll Kvennaskólinn stofnaður. Þóra Melsteð og eiginmaður hennar Páll Melsteð stóðu að stofnun skólans og stýrðu honum og kenndu þar fyrstu árin.

Skólinn var sá fyrsti á Íslandi sem bauð konum upp á formlega menntun. Næstu ár voru stofnaðir fleiri kvennaskólar víða um landið.
Þremur árum áður birtu 25 konur og tveir karlmenn ávarp þar sem þörfinni fyrir slíkan skóla var lýst og fólk hvatt til að leggja til fé til stofnunar skólans.

Þegar hann tók til starfa var hann til húsa við Austurvöll á heimili Þóru og Páls en fluttist á Fríkirkjuveg árið 1909.

Fyrstu árin var Þóra skólastjóri skólans en árið 1906 tók Ingibjörg H. Bjarnason við starfinu.

Kvennaskólinn er einn af elstu starfandi skólum landsins.

Ítarefni: