Mæðrastyrksnefnd

Þann 20. apríl 1928 var Mæðrastyrksnefnd stofnuð. Það var gert í  kjölfar þess að í febrúar það ár fórst togarinn Jón forseti í hörmulegu sjóslysi út af Stafnesi. Í slysinu fórust fimmtán úr áhöfninni og mörg börn urðu föðurlaus. Stjórn Kvenréttindafélags Íslands bauð þá fulltrúum annarra kvenfélaga á sinn fund til að finna leið til að koma ekkjum sjómannanna og börnum þeirra til hjálpar. Á fundinn mættu fulltrúar tíu kvenfélaga, en þau voru:

Á fundinum sátu einnig fulltrúar Barnavinafélagsins Sumargjafar og Hjúkrunarfélagsins Líknar.

Fyrsti formaður félagsins var Laufey Valdimarsdóttir. Félagið beitti sér frá upphafi fyrir ýmsum úrbótum á stöðu ekkna og einstæðra mæðra, beitti sér meðal annars fyrir mæðralaunum og meðlögum til þessara hópa ásamt því að eiga frumkvæði að samningu frumvarps um barnavernd sem var samþykkt og varð að lögum 1932.

Mæðrastyrksnefnd er enn starfandi.

Ítarefni: