Hvítabandið var stofnað í Reykjavík 17. apríl 1895. Félagið var líknarfélag. Á upphafsárum félagsins var mikil áhersla lögð á bindindisstarf en í seinni tíð hefur áherslan öll verið á líknarstarf. Félagið reisti sjúkrahús við Skólavörðustíg sem var vígt 18. febrúar 1934. Félagið rak sjúkrahúsið um árabil en gaf það seinna Reykjavíkurborg með öllu innbúi. Í dag er þar rekin göngudeild geðdeildar frá Landspítalanum fyrir fólk með átröskun.
Fyrsti formaður félagsins var Ólafía Jóhannsdóttir.
Ítarefni:
- Heimasíða Hvítabandsins
- Gögn félagsins sem varðveitt eru á Kvennasögusafni
- Páll V. G. Kolka, „Hvítabandið 70 ára“, Lesbók Morgunblaðsins 7. mars 1965, bls. 4
- Margrét Guðmundsdóttir, Aldaspor. (Reykjavík: Hvítabandið 1995)