Íslenskar konur fengu í fyrsta skipti kosningarétt til sveitarstjórnarkosninga (í sýslunefnd, hreppsnefnd, bæjarstjórn og á safnaðarfundum). Skilyrtur réttur ekkna og ógiftra kvenna sem sátu fyrir búi og voru eldri en 25 ára. Kosningaréttinum fylgdi ekki kjörgengi.
Samþykkt „frumvarp til laga um kosningarrjett kvenna“ sem veitti ekkjum og ógiftum konum sem stóðu fyrir búi eða áttu með sig sjálfar kosningarétt til sveitarstjórna. Danakonungur skrifaði undir án athugasemda.
Frumvarpið: „Ekkjur og aðrar ógiptar konur, sem standa fyrir búi, eða á einhvern hátt eiga með sig sjálfar, skulu hafa kosningarrjett, þegar kjósa á í hreppsnefnd, sýslunefnd, bæjarstjórn og á safnaðarfundum, ef þær eru 25 ára, og að öðru leyti fullnægja öllum þeim skilyrðum , sem lög ákveða fyrir þessum rjettindum.“ (Kosningaréttur kvenna 90 ára, bls. 22-23).
Úr Alþingistíðindum 1881: Fyrri partur – Þingskjölin (bls. 41): „Frumvarp til laga um kosningarrjett kvenna. (Frá 1. þingmanni Árnesinga) Ekkjur og aðrar ógiptar konur, sem standa fyrir búi, eða á einhvern hátt eiga með sig sjálfar, skulu hafa kosningarrjett, þegar kjósa á f hreppsnefnd, sýslunefnd og á safnaðafundum, ef þær eru 25 ára,.og að öðru leyti fullnægja öllum þeim skilyrðum, sem lög ákveða fyrir þessum rjettindum.“
Umræður á þingi um frumvarpið (Alþingistíðindi bls. 399-408).
Yfirlit yfir þingskjöl á alþingi 1881
Yfirlit umræðna á Alþingi 1881
Séu kjörskrár skoðaðar frá fyrstu árunum sem konur fengu að kjósa sést að þær tóku lítinn þátt í þeim. En lesa má um þessa tregðu þeirra í grein Guðjóns Friðrikssonar: „Konur á karlafundi“.
Í þessari kjörskrá sést jafnframt að nokkur nöfn hafa verið strikuð út. Þetta var gert af ýmsum ástæðum. T.d. vegna þess að fólk var flutt eða það hafði ekki endurgreitt sveitarstyrk.
- ÞÍ. (Þjóðskjalasafn Íslands) Borgarfógetinn í Reykjavík MB/3, örk 2. Kjörskrá til að kjósa 54 menn í niðurjöfnunarnefnd Reykjavíkur 1884.