Alþingi endurreist

Alþingi var endurreist með tilskipun konungs árið 1843 og kom fyrst saman 1. júlí árið 1845.
Á hið endurreista Alþingi skyldi kjósa 20 menn sem ættu fasteign og sex menn til viðbótar þ.e. tvo af andlegri stétt og fjóra af veraldlegri stétt. Þingmenn áttu að vera orðnir 30 ára gamlir, konungshollir, kristnir og hafa búið í ríki konungs í að minnsta kosti 5 ár.

Í Lovsamling for Island 12 (Kh. 1864, s. 451-494) má sjá fyrstu kosningaréttarlögin sem voru þau sömu og giltu í dönskum lögum. Eftir þessum lögum var kosið 1844 og 1852.

Ítarefni: