Áskorun til alþingis frá Hinu íslenska kvenfélagi

Hið íslenska kvenfélag safnaði 2348 undirskriftum þar sem skorað var á Alþingi að veita konum kosningarétt. Þetta var fyrsta opinbera krafan um kosningarétt kvenna sem skipulögð samtök kvenna lögðu fram.

Áskorunin var svohljóðandi:

„Hér með leyfum vér undirskrifaðar konur oss að skora á alþingi, að það, þrátt fyrir synjun stjórnarinnar á lagafrumvarpi um kjörgengi kvenna i hreppsnefndir o. s. frv., samþykki frumvarp þetta á næsta alþingi og áfram, þangað til það nær staðfestingu. Þá æskjum vér og þess, að hinir háttvirtu þingmenn samþykki réttindakröfur þær oss til handa, er frumvarp það fer fram á, sem ekki varð fullrætt á alþingi 1893, um fjárráð giptra kvenna o. fl. Um leið og vér þakksamlega viðurkennum réttindi þau, er alþingi þegar hefur veitt oss, berum vér það traust til þess, að það framvegis eptir atvikum veiti oss allt jafnrétti við karlmenn, samkvæmt tímans vaxandi menningar- og frelsiskröfum“.

Ítarefni: