Bæjarstjórnarkosningar í Reykjavík

Fyrsta konan kaus til bæjarstjórnar Reykjavíkur (3. janúar).

Kristín Bjarnadóttir (1812–1891) frá Esjubergi varð fyrst reykvískra kvenna til að nýta kosningarétt kvenna til sveitarstjórna frá 1882. Hún kaus til bæjarstjórnar 3. janúar 1888. Á fimmta tug kvenna var á kjörskrá en Kristín var sú eina sem nýtti sér rétt sinn. Kristín var ljósmóðir í Kjalarneshreppi og rak síðar kaffistofu Hermesar í Lækjargötu og vefnaðarvöruverslun.

Ítarefni: