Fimmta júlí 1837 sendu Íslendingar bænaskjal til konungs, undirritað af 124 mönnum úr suðuramti, þar sem farið er fram á innlent ráðgefandi þing í stað þess að Íslendingar sendi fulltrúa á stéttaþing í Danmörku.
Þetta skjal er varðveitt á Þjóðskjalasafni með gögnum frá Bardenfleth stiftamtmanni.
Ítarefni:
- Aðalgeir Kristjánsson, Endurreisn Alþingis og þjóðfundurinn. (Reykjavík: Sögufélag 1993) bl. 54-63.
- Sverrir Kristjánsson, „Endurreisn Alþingis“, Saga 9. Árg. 1. Tbl. (1971) bls 91-122
- ÞÍ. (Þjóðskjalasafn Íslands) Kansellí. KA/146, örk 23. Bardenfleth stiftamtmaður sendir kansellíinu bænarskrár úr Suðuramtinu um stofnun alþingis á Íslandi, 4. október 1837.