Fótboltafélagið Hvöt, fyrsta fótboltafélagið á Íslandi sem var skipað var konum, var stofnað árið 1914. Stjórnendur Hvatar voru þær Guðrún Skúladóttir formaður, Bergþóra Árnadóttir og Ingibjörg Helgadóttir.

Leiðbeinandinn var Einar Oddur Kristjánsson gullsmiður
Á skjalasafni Ísafjarðar er varðveitt mynd frá 14. Júlí 1914, af félögum Hvatar.
Efsta röð, talið frá vinstri: Margrét Ólafsdóttir, Guðný Helgadóttir, María Maríasdóttir, Margrét Sigurðardóttir, Guðrún Helgadóttir, Anna Ingvarsdóttir.
Önnur röð frá vinstri: Fanney Jónsdóttir, Ólafía Ólafsdóttir, Guðrún Andreassen, Sigríður Kristinsdóttir, María Bjarnadóttir, Guðbjörg Guðjónsdóttir, Unnur Guðmundsdóttir.
Þriðja röð frá vinstri: Sigríður Sigurðardóttir, María Tómasdóttir, Anna Halldórsdóttir, Guðrún Skúladóttir, Lára Magnúsdóttir, Bergþóra Árnadóttir, Ingibjörg Helgadóttir.
Fjórða röð, frá vinstri: Kristín Björnsdóttir, Camilla Jónsdóttir.
Ítarefni:
- Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna, Reykjavík, Kvennasögusafn Íslands, 1998, bls. 89–90
- Jón Þ. Þór, Saga Ísafjarðar og Eyrarhrepps. 2. Bindi, 1867-1920, (Ísafjörður: Sögufélag Ísfirðinga 1986)
- „Upphaf kvennaknattspyrnu?“ Morgunblaðið 11. janúar 1983, bls. 44