Fyrsti opinberi fyrirlestur íslenskrar konu

Árið 1887 hélt Bríet Bjarnhéðinsdóttir (1856–1940) fyrst íslenskra kvenna opinberan fyrirlestur. Fyrirlesturinn nefndist „Fyrirlestur um hagi og rjettindi kvenna“ og var haldinn í Góðtemplarahúsinu 30. desember 1887. Þar fór Bríet yfir stöðu kvenna á þessum tíma, bæði á á Íslandi og erlendis. Hún lýsti því hvernig konur væru smásaman að fá aukin réttindi til náms og starfa. Einnig fjallaði hún um launamun kynjanna. Aðgangseyrir var 50 aurar og góður rómur var gerður að erindi Bríetar.fyrirlestur

Í Þjóðólfi sagði: „Fyrirlesturinn var fróðlegur og fluttur með málsnilld og mikilli málfegurð“ og í Ísafold sagði: „Fyrirlesturinn var skipulega saminn, orðfæri hreint og fjörugt, og framburður skýr og áheyrilegur“. Hann gefin út stuttu síðar.

Meðal þess sem Bríet sagði um konur í fyrirlestrinum var:

Vér verðum að losa oss við hleypidóma og vana, og hætta að dæma það óhæfu, þótt einhver af oss vilji ryðja sér aðra götu en vér höfum sjálfar gengið. Vér þurfum að mennta oss og leitast við að verða sem færastar í hvaða stöðu sem fyrir kann að verða, að reyna að verða sem sjálfstæðastar, ef vér viljum ekki verða neinum til byrði. Vér þurfum að verða samtaka og félagslegar. Vér verðum að  stefna áfram.

Matthías Jochumsson skrifaði grein í tveimur hlutum í Fjallkonuna (fyrri hluti og seinni hluti) um fyrirlestur Bríetar og réttindi kvenna.

Ítarefni: