Hátíðahöld

Bríet Bjarnhéðinsdóttir heldur ávarp
Bríet Bjarnhéðinsdóttir heldur ávarp

Eftir að konungur hafði skrifað undir lögin um kosningarétt kvenna 19. júní ákvaðu Kvenréttindafélag Íslands og Hið íslenska kvenfélag að blása til hátíðahalda 7. júli þegar alþingi kom saman í fyrsta skipti eftir að lögin voru sett.

Hátíðin var haldin á Austurvelli. Skrúðganga fór frá Barnaskólanum og fremst gengu 200 ljósklæddar stúlkur með íslenska fánann.

Eftir að gangan kom að þinghúsinu gekk sendinefnd kvenna inn í þinghúsið með ávarp frá íslenskum konum. Ingibjörg H. Bjarnason las upp ávarpið og eftir það sögðu forseti Sameinaðs alþingis nokkur orð eins og ráðherra. Að því loknu hrópaði þingheimur þrefalt húrra fyrir íslenskum konum.

Að því loknu tóku við hátíðarhöldin á Austurvelli þar sem þær Bríet Bjarnhéðinsdóttir og Ingibjörg H. Bjarnason héldu ræður og um kvöldið var haldin hátíðarsamkoma í Iðnó.

Hátíðarhöldin voru mjög fjölmenn og hugsanlega þau fjölmennustu fram að þessu.

Þetta var í fyrsta skipti sem íslenski fáninn sem notaður er í dag var hafður uppi á fjölmennri útisamkomu.

Ísafold birti grein þann 3. júlí 1915 með fyrirsögninni Þingsetning. Fánadagur. Kvenfrelsisdagur. þar sem sagt er frá fyrirhuguðum hátíðahöldum.
Í Morgunblaðinu þann 6. júlí 1915 birtust tilmæli frá forgöngunefndinni til vinnuveitenda um að veita konum frí til að taka þátt í hátíðahöldunum.
Vísir birti sömu tilmæli þann 6. júlí auk þess að birta grein með fyrirsögninni Eftirhreyta þar sem blaðið skoraði á vinnuveitendur að verða við tilmælum um frí sem og að skorað var á konur að taka þátt í að gera daginn eftirminnilegan.

Auglýsing hátíð

 Grein Morgunblaðið 7.7.15Grein Vísir 7.7.15

 

 

 

Blaðaumfjallanir um hátíðahöldin:
Morgunblaðið 8. júlí 1915, greinin Kvenhátíðin.
Vísir 8. júlí 1915, greinin Kvenfrelsisdagurinn.
Morgunblaðið 9. júlí 1915, Ávarp til Alþingis frá kvennafundinum í Reykjavík 7. júlí 1915.
Ísafold 10. júlí 1915, greinin Kvenfólkið fagnar fengnum réttindum.
Morgunblaðið 10. júlí 1915, greinin Einkennileg tilviljun.
Vísir 12. júlí 1915, tvær stuttar greinar Myndir af kvenfólki og Nú eru þær kátar.
Lögrétta 14. júlí 1915, greinin Íslenskar konur fagna stjórnmálarjettindunum.


Ítarefni: