Hvítabandið

HvítabandiðHvítabandið var stofnað í Reykjavík 17. apríl 1895. Félagið var líknarfélag. Á upphafsárum félagsins var mikil áhersla lögð á bindindisstarf en í seinni tíð hefur áherslan öll verið á líknarstarf. Félagið reisti sjúkrahús við Skólavörðustíg sem var vígt 18. febrúar  1934. Félagið rak sjúkrahúsið um árabil en gaf það seinna Reykjavíkurborg með öllu innbúi. Í dag er þar rekin göngudeild geðdeildar frá Landspítalanum fyrir fólk með átröskun.

Fyrsti formaður félagsins var Ólafía Jóhannsdóttir.

Ítarefni: