Konungur synjar lagabreytingum á lögum um bæjarstjórn Akureyrar

Konungur synjaði frumvarpi um breytingar á lögum um bæjarstjórn Akureyrar staðfestingar. Frumvarpið lagði til að konur 25 ára og eldri sem væru „fjár síns ráðandi“ fengju hvoru tveggja kosningarétt og kjörgengi til bæjarstjórnar.

Konungur synjaði frumvarpi staðfestingar. Í frumvarpinu sem var um breytingu á lögum um bæjarstjórn Akureyrar var konum 25 ára og eldri sem töldust „fjár síns ráðandi“ , ekki aðeins gefinn réttur til að kjósa heldur einnig kjörgengi til bæjarstjórnar. Frumvarpið var afgreitt frá báðum deildum þingsins en rök Nellemans Íslandsráðherra fyrir synjuninni voru: „… argasta mótsögn fælist í því að veita konum kjörgengi til bæjarstjórnar á Akureyri þegar þingið hafði hafnað að veita þeim þann sama rétt í öðrum sveitarfélögum landsins.“ Flutningsmaður frumvarpsins: Einar Ásmundsson bóndi á Nesi í Höfðahverfi, þingmaður Eyfirðinga en frumkvæðið kom frá íbúum Akureyrar. (Kosningaréttur kvenna 90 ára, bls. 22).

Nefnd um málið:
Einar Ásmundsson, bóndi á Nesi í Höfðahverfi, þingmaður Eyfirðinga.
Magnús Stephensen yfirdómari (4. konkj.)
Árni Thorsteinsson landfógeti (5. konkj.)

Yfirlit yfir mál til meðferðar á Alþingi 1881

Yfirlit yfir þingskjöl á Alþingi árið 1881
Yfirlit yfir umræður á Alþingi árið 1881
Alþingistíðindi 1881 – fyrri partur – Þingskjölin
Alþingistíðindi 1881 – síðari partur – Umræðurnar

Árið 1883 flutti Þorsteinn Thorsteinsson bakari og kaupmaður (1. Þm. Ísaf.) frumvarp til laga um bæjarstjórn á Ísafirði með óbreyttum ákvæðum um kosningarétt og kjörgengi. Kjörgengið var ekki rætt og fór frumvarpið í gegnum þingið.