Kosningaréttur við prestkosningar

8. janúar 1886 voru sett lög  nr. 1 um hluttöku safnaða í veitingu brauða. Konur fengu árið 1882 kosningarétt við hreppsnefndar- og sóknarnefndarkjör fengu árið 1886 kosningarétt við prestskosningar. Þær þurftu þó að vera orðnar 25 ára og hafa kosningarétt á safnaðarfundum samkvæmt lögum nr. 5 frá 27. febrúar 1880.

Á Þjóðskjalasafni má finna kjörskrár eins og frá Kjalarnesi 1887 og Norður-Þingeyjarsýslu 1899-1905 þar sem sjá má nöfn kvenna sem gátu eftir setningu þessara laga fengið að kjósa.

Ítarefni:

  • ÞÍ. (Þjóðskjalasafn Íslands Kjalarnesprófastsdæmi C/1. Kjörbók 1889-1913.
  • ÞÍ. (Þjóðskjalasafn Íslands) Norður-Þingeyjarprófastsdæmi C/1. Kjörbók 1889-1905
  • Stjórnartíðindi 1886 A, 2.