Kosningaréttur

19. júní 1915 voru samþykkt lög nr. 12 um kosningarétt til alþingis. Þá fengu konur og vinnuhjú kosningarétt til alþingis við 40 ára aldur en það aldurstakmark skyldi lækka um eitt ár næstu 15 árin.

Þetta 40 ára aldurstakmark kallaði Bríet Bjarnhéðinsdóttir:

„hinn nafnfræga íslenzka, stjórnvizkulega búhnykk, að veita ekki konum fullan kosningarrétt, heldur smá skamta þeim hann úr hnefa i 15 ár“

Kvennablaðið 7. maí 1915 bls. 22

Umfjallanir blaða um fjölgun kjósenda í kjölfar breytinga á kosningarétti:
Vísir 10. júlí 1915, greinin Fjölgun kjósenda.
Heimskringla 26. ágúst 1915, greinin Fjölgun kjósenda.

Á Þjóðskjalasafni má sjá gögn um þessi lög og einnig er hægt að bera saman kjörskránna fyrir og eftir að lögin voru sett og sjá þannig hvernig nöfn kvenna hafa bæst við.


Ítarefni:

  • ÞÍ. (Þjóðskjalasafn Íslands)Sýslumaður Strandasýslu MA/1. Kjörbækur og kjörgögn.
  • ÞÍ. (Þjóðskjalasafn Íslands) Stjórnarráð Íslands I. skrifstofa. Db. 4, nr. 326. Stjórnskipunarlög um breytingu á stjórnarskrá (19. júní 1915).