Kúgun kvenna

millharriet
John Stuart Mill ásamt Harriet Taylor Mill sem átti þátt í ritun bókarinnar.

Ritið Kúgun kvenna (e. Subjection of Women) eftir John Stuart Mill er eitt áhrifamesta rit kvennabaráttunnar.

Þar færir John Stuart Mill rök fyrir auknu frelsi kvenna og þátttöku þeirra í störfum samfélagsins.

Bókin kom út árið 1869 og var strax í upphafi gefin út í Bretlandi, Bandaríkjunum, Ástralíu og Nýja Sjálandi.

Bókin var fljótt þýdd yfir á frönsku, þýsku, sænsku, dönsku, pólsku og ítölsku.

Íslenska þýðingin kom út árið 1900 og það var Hið íslenska kvenfélag sem stóð fyrir útgáfu bókarinnar.

Danska þýðingin var þó áður til hér á landi, m.a. var hún meðal bóka í Menntafélagi Mývetninga. Margar konur og karlar hafa því kynnst boðskap hennar áður en íslenska þýðingin kom út.

Bókin var endurútgefin árið 1997 og sú útgáfa inniheldur jafnframt formála eftir Auði Styrkársdóttur og tvær íslenskar ritgerðir, „Um frelsi og menntun kvenna“ frá 1885 eftir Pál Briem og ritgerð Bríetar BjarnhéðinsdótturFyrirlestur um hagi og rjettindi kvenna“ frá 1887. Árið 2003 var bókin svo endurútgefin í þriðja skipti og þá hafði bæst við eftirmáli Þórs Jakobssonar um Sigurð Jónasson, þýðanda verksins.

Ítarefni: