Kvennalistinn 1922

Fyrir alþingiskosningar 1922 buðu fram konur úr ýmsum kvennasamtökum, einkum kvenfélögin í Reykjavík og Samband norðlenskra kvenna.c-listinn alþingi 1922

Þær komu einum manni inn, Ingibjörgu H. Bjarnason sem varð þar með fyrsta íslenska konan til að setjast á þing.

 „Sigur C-listans ætti að verða oss konum örfun til að neyta réttar vors oftar við kosningar — annað hvort sem sérstakir aðiljar, eða þá sem fullir jafningar karla — en eigi sem hornrekur þeirra.“

19. júní, júlí 1922

Eitt af helstu áherslu málum framboðsins var að fá talmann Landspítalamálsins á þing.

Listinn hlaut 22, 4 % atkvæða.

Þessar konur voru á listanum:

  1. Ingibjörg H. Bjarnason (1868-1941). Skólastjóri.
  2. Inga Lára Lárusdóttir (1883-1949) Kennari í Reykjavík og ritstjóri mánaðarblaðsins 19. júní.
  3. Halldóra Bjarnadóttir (1873-1981) kennari á Akureyri, ritstjóri Hlínar og mikilvirk  í félagsstarfi norðlenskra kvenna.
  4. Theódóra Thoroddsen (1863-1954) rithöfundur.

 

Ítarefni:

  • Auður Styrkársdóttir, Kvennaframboðin 1908-1926 (Reykjavík: Örn og Örlygur 1982) bls. 45-46.