Kvennalistinn bauð fram til alþingis 1983. Árið 1882 höfðu kvennaframboð boðið fram í sveitastjórnarkosningum í Reykjavík og á Akureyri.
Kvennalistinn bauð fram í þremur kjördæmum og náði þremur konum inn á þing. Í næstu kosningum árið 1987 tvöfaldaði flokkurinn fylgi sitt og náði 6 konum inn.
Flokkurinn skipti stefnumálum sínum upp í fimm flokka:
- Kvennamál
- Valddreifing
- Skóla- og menningarmál, heilbrigðis- og félagsmál
- Efnahags- og atvinnumál
- Friðar- og utanríkismál
Seinna var Kvennalistinn einn þeirra flokka sem stofnuðu Samfylkinguna.
Ítarefni:
- „Stefnuskrá kvenna: Reynsla kvenna verði metin sem stefnumótandi afl“, Morgunblaðið 26. mars 1987, bls. 22
- Kristín Ástgeirsdóttir, „Hvert liggja ræturnar“, Vera 1. júlí 1988, bls. 9-12
- Kristín Jónsdóttir, „Hlustaðu á þína innri rödd“ Kvennaframboð í Reykjavík og Kvennalisti 1982- 1987. (Reykjavík: Sögufélag 2007)
- Kvennalistinn.is
- Wikipedia
- Einkaskjalasafn Kvennalistans er varðveitt á Kvennasögusafni.
- Útgáfur Kvennalistans má finna á timarit.is og bækur.is
- Útgáfur um kosningar
- Fréttabréf 1983–1999
- Pilsaþytur
- Stefnuskrár