„Nokkur orð um menntun og rjettindi kvenna“

nokkur orð
Upphaf greinarinnar sem birtist 5. júní 1885

Fyrsta blaðagreinin eftir íslenska konu birtist í Fjallkonunni árið 1885. Höfundur greinarinnar var Bríet Bjarnhéðinsdóttir en hún skrifaði greinina undir dulnefninu Æsa. Í greininni segir meðal annars: „Það er vonandi að [konur] vilji sýna, að þær sjeu rjettbornar dætur hinna fornu, frjálsu Íslendinga, sem ekki þoli neinum að sitja yfir rjetti sínum og frelsi“.

Greinin hét „Nokkur orð um menntun og rjettindi kvenna“ og birtist í tveimur hlutum, annars vegar 5. júní og hins vegar 22. júní 1885