Guðmundur Einarsson (1816–1882) frá Skáleyjum (síðar prestur í Kvennabrekku og Breiðabólstað og alþingismaður árin 1852-1858 og 1869–1882) sendi árið 1847 frá sér ritgerðina „Samtök“ til Brjeflega fjelagsins í Flatey. Þar hélt hann því fram fyrstur íslenskra manna að nauðsynlegt væri fyrir stúlkur að menntast „sjálfum sér og ættjörð sinni til gagns og sóma“.
Í ritgerðinni hvatti hann íslenskar konur til að hefja söfnun fyrir kvennaskóla á Íslandi.
Ítarefni:
- Alþingi.is
- Auður Styrkársdóttir, „Forspjall“. Í John Stuart Mill, Kúgun kvenna. (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag 1997) bls. 36-37
- Lbs. (Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn, handritasafn) Lbs. 2215 4to (Ritgerðir til Flateyjarfélagsins)
- Sara Hrund Einarsdóttir, Tilfærsla valds breiðfirskra karlmanna til kvenna: Viðhorf meðlima Bréflega félagsins um félagslega stöðu kvenna á Íslandi frá 1840-1874 sbr. valdastrúktúr íslensks 19. aldar samfélags. M.A.-ritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands 2014.
- Valborg Sigurðardóttir, Íslenska menntakonan verður til. (Reykjavík: Bókafélagið 2005) bls. 54-55