Þingvallafundur 1895

Á Þingvallafund árið 1895 mætti Ólafía Jóhannsdóttir sem fulltrúi Hins íslenska kvenfélags og hafði hún á fundinum málfrelsi og atkvæðisrétt.

Henni var ætlað að ræða fjögur mál: kvenréttindamálið, háskólamálið, stjórnarskrármálið og bindindismálið.

Ítarefni:

  • Sigríður Th. Erlendsdóttir, Veröld sem ég vil: Saga Kvenréttindafélags Íslands 1907-1992 (Reykjavík: Kvenréttindafélag Íslands 1993) bls. 26
  • Sigríður Thorlacius, Margar hlýjar hendur: ágrip af sögu Kvenfélagasambands Íslands, héraðssambanda og félaga sem það mynda. (Reykjavík: Kvenfélagasamband Íslands 1981) bls. 217