Tvær konur kosnar á Alþingi og í fyrsta skipti sátu fleiri en ein kona á Alþingi á sama tíma. Þetta voru Kristín L. Sigurðardóttir og Rannveig Þorsteinsdóttir.
Þegar Kristín og Rannveig voru kosnar sagði Nýja kvennablaðið:
Fögnum við hinum tveim nýkjörnu kvenþingmönnum fyrir hönd kvennasamtakanna og kvenna um land allt, og treystum því, að þær fái einhverju áorkað í áhugamálum okkar. Vitum við, að til þess hafa þær fullan vilja.