Upphaf sjálfstæðisbaráttu Íslendinga

Í kjölfar stjórnarbyltingar í París í júlí 1830 kallaði Friðrik konungur VI til ráðgefandi þinga í danska ríkinu og fengu Íslendingar tvo fulltrúa á þing Eydana. Konungur skipaði fulltrúa Íslands og sóttu þeir þingið 1835-1842.

Byltingarstraumarnir bárust til Íslands  og kveiktu umræður og hugmyndir sem leiddu m.a. til þess að Baldvin Einarsson skrifaði ritgerð um endurreisn þinghalds á Íslandi og íslenskir námsmenn í Kaupmannahöfn stofnuðu tímaritið Fjölni.