Verkakvennafélagið Framsókn

Stéttarfélag verkakvenna í Reykjavík sem stofnað var 25. október 1914. Það barðist helst fyrir bættum kjörum kvenna sem störfuðu við ræstingar og fiskvinnslu. Þetta var fyrsta verkakvennafélagið sem stofnað var hér á landi. Helsti hvatamaður stofnunar félagsins og fyrsti formaður var Jónína Jónatansdóttir (1869–1946) og fékk hún til þess dyggan stuðning Kvenréttindafélags Íslands.

Fyrstu stjórn félagsins var skipaði:

 • Jónína Jónatansdóttir (1869-1946) formaður
 • Karólína Siemsen (1875-1958) varaformaður
 • Bríet Bjarnhéðinsdóttir(1856-1940) ritari
 • María Pétursdóttir gjaldkeri
 • Jónína Jósefsdóttir fjármálaritari

Í fyrstu lögum félagsins segir um tilgang þess:

 1. Að styðja og efla hagsmuni og atvinnu félagskvenna.
 2. Að koma betra skipulagi á alla daglaunavinnu þeirra.
 3. Að takmarka vinnu á öllum helgidögum.
 4. Að efla menningu og samhug félagsins.

 

Ítarefni:

 • Gylfi Gröndal, Níutíu og níu ár: Jóhanna Egilsdóttir segir frá. (Reykjavík: Setberg 1980)
 • Margrét Guðmundsdóttir, „Konur hefja kjarabaráttu“, Íslenskar kvennarannsóknir: 29. ágúst – 1. september 1985, Háskóla Íslands, Odda. (Reykjavík: 1985) bls. 67-74
 • Sigríður Th. Erlendsdóttir, „„Til færri fiska metnar “. Hlutur Kvenréttindafélags Íslands í kjarabaráttu kvenna 1920-1960“, Íslenskar kvennarannsóknir. Erindi flutt á ráðstefnu um íslenskar kvennarannsóknir sem haldin var á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum við Háskóla Íslands í Háskóla Íslands, Odda, dagana 20. til 22. október 1995. Ritstjórar Helga Kress og Rannveig Traustadóttir (Reykjavík: Háskóli Íslands, Rannsóknarstofa í kvennafræðum  1997), bls. 279-289
 • Sigríður Th. Erlendsdóttir, Veröld sem ég vil: Saga Kvenréttindafélags Íslands 1907-1992 (Reykjavík: Kvenréttindafélag Íslands 1993) bls. 116-124
 • Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, „50 ára afmæli Verkakvennafélagsins Framsóknar“ Alþýðublaðið 5. nóvember 1964, bls. 8-10.
 • Wikipedia
 • Þórunn Magnúsdóttir, Þörfin knýr. Upphaf verkakvennahreyfingar á Íslandi. (Reykjavík :1991)