Andrea Guðmundsdóttir

Andrea Guðmundsdóttir (1845–1911) saumakona á Ísafirði varð fyrst kvenna til að nýta sér kosningarétt kvenna til sveitarstjórna frá 1882.andrea guðmundsdóttir

Hún kaus í bæjarstjórnarkosningum á Ísafirði 1884.

Ítarefni:

Páll Melsteð

Páll melstedPáll Melsteð (1812–1910) sagnfræðingur, sýslumaður og alþingismaður.

Hann skrifaði greinina:  „Hvað verður hjer gjört fyrir kvennfólkið?“ í  nóvember árið 1869 sem fjallar um menntun og stofnun skóla fyrir stúlkur.

Greinin birtist í Norðanfara 19. mars 1870.

Seinna stofnaði hann ásamt Þóru konu sinni  Kvennaskólann í Reykjavík árið 1874.

Ítarefni:

Þóra Melsteð

Þóra MelsteðÞóra Melsteð (1923–1919) stofnaði Kvennaskóla Reykjavíkur árið 1874, fyrsta kvennaskóla á Íslandi,  ásamt eiginmanni sínum Páli Melsteð.

Þóra var skólastjóri við skólann fyrstu 28 árin. Eftir hennar dag runnu allar hennar eignir í sjóð sem átti að styrkja fátækar stúlkur við skólann.

Ítarefni:

Ingibjörg H. Bjarnason

ingibjörgIngibjörg  H. Bjarnason (1867–1941) var fyrsta íslenska konan til að taka sæti á alþingi. Hún sat á Alþingi 1922–1930 fyrir Kvennalistann (eldri), Íhaldsflokkinn, Sjálfstæðisflokkinn. Ingibjörg starfaði sem kennari og skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík í mörg ár og var formaður Landspítalasjóðs sem stóð að byggingu Landspítalans.

Í tilefni af 100 ára kosningarafmæli kvenna árið 2015 var afhjúpuð stytta af Ingibjörgu við Alþingishúsið. Styttan er sú fyrsta af nafngreindri konu í allri Reykjavíkurborg. Sjá þáttinn Grjótharðar úr þáttaröðinni Öldin hennar (RÚV).

„Konur eru þó fullur helmingur allra kjósenda á landinu. Ættu konur að íhuga það vel, að rjettur sá, er íslenskar konur öðluðust árið 1915, er svo mikilsverður, að þær geta, með því að nota hann til fulls, haft úrslitaáhrif á öll þau mál, sem þær láta tíl sín taka“.

Ítarefni:

Einkaskjalasöfn Ingibjargar H. Bjarnadóttur eru varðveitt á Kvennasögusafni.