Carrie Chapman Catt (1859–1947) var bandarísk kvenréttindakona. Hún stofnaði International Woman Suffrage Alliance (IWSA) (ísl. Alþjóðakosningaréttarsamtök kvenna) í Washington árið 1904. Árið 1906 bauð hún Bríeti Bjarnhéðinsdóttur að koma á þing samtakanna í Kaupmannahöfn. Á þinginu hélt Bríet erindi um réttindi og stöðu kvenna á Íslandi. Í kjölfarið stofnaði Bríet Kvenréttindafélag Íslands.
Lýsing Bríetar á Catt í Kvennablaðinu 27. nóvember 1906:
„Hún skýrir málið svo ljóslega og rökstyður svo að ekki verður í móti mælt. Öll framkoma hennar er svo prúð og kvenleg, að hún vinnur málinu, ef til vill, eins mikið gagn með henni og ræðum sínum. Hún talar hátt og snjalt og alvarlega, en hefir þó jafnan ýmsa fyndni á reiðum höndum, sem gerir ræðuna léttari og skemtilegri. Sem fundarstjóri er hún svo óhlutdræg, að sagt var í sumar, að hún væri eins og réttlætisgyðjan, nema að því eina leyti, að hún væri ekki blind.“
Ítarefni:
- Britannica
- Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, „Carrie Chapman Catt“, Vera 1. maí 1989
- Kvennasögusafn: Alþjóðabaráttan fyrir kosningarétti kvenna
- Wikipedia