Guðrún Lárusdóttir (1880–1938) var bæjarfulltrúi, alþingismaður, rithöfundur og þýðandi.
Hún byrjaði snemma að skrifa og fyrstu sögurnar sem hún þýddi birtust í Framsókn. Fyrsta frumsamda rit hennar, Ljós og skuggar kom út í þremur hlutum árin 1903-1905.
Hún tók þátt í margvíslegu félagsstarfi í Reykjavík og átti meðal annars þátt í að stofna Húsmæðrafélag Reykjavíkur.
Guðrún var kosin í bæjarstjórn Reykjavíkur af kvennalista árið 1912. Sem bæjarfulltrúi sat hún í skólanefnd ásamt því að vera fátækrafulltrúi.
Árið 1930 var Guðrún kjörin á þing og varð þá önnur konan hér á landi til að gerast alþingismaður.
Á Alþingi beitti hún sé helst fyrir ýmsum mannúðarmálum.
Ítarefni:
- Alþingi
- Björg Einarsdóttir: Úr ævi og starfi íslenskra kvenna. II. bindi. (Reykjavík: Bókrún) Bls. 350-371
- Kvennasögusafn
- Wikipedia