Hulda Jakobsdóttir

21. október 1911 - 31.október 1998

Hulda Jakobsdóttir  (1911–1998) var fyrsta konan til að verða bæjarstjóri. Hún var bæjarstjóri í Kópavogi 1957–1962.hulda jakobsdóttir

Hulda var við nám í Miðbæjarskólanum og Menntaskólanum í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi 1931. Hún lauk cand. phil. prófi frá Háskóla Íslands 1932 og lærði seinna frönsku við sama skóla.

Hún starfaði sem gjaldkeri og erlendur bréfritari hjá Efnagerð Reykjavíkur frá 1932 til 1940.

Hulda átti þátt í að stofna Leikfélag Kópavogs, hún var formaður sóknarnefndar Kópavogssóknar og einn helsti hvatamaður þess að Kópavogskirkja var byggð.

Hennar helstu baráttumál sem bæjarstjóri voru menntamál ásamt byggingu kirkju, félagsheimilis og sundlaugar.

Seinna starfaði Hulda sem umboðsmaður Brunabótafélags Íslands og sat aftur sem bæjarfulltrúi 1970-1974.

Hulda var gerð að heiðursborgara Kópavogs árið 1976 og hún var sæmd riddarakrossi 1994.

Ítarefni:

Tengdir atburðir

1790
1800
1810
1820
1830
1840
1850
1860
1870
1880
1890
1900
1910
1920
1930
1940
1950
1960
1970
1980
1990
2000
2010