Katrín Thoroddsen

7. júlí 1896 - 11. maí 1970

Katrín Thoroddsen (1896–1970) læknir og alþingismaður.

Foreldrar hennar voru Skúli Thoroddsen og Theódóra Thoroddsen.Katrín-Thoroddsen

Katrín útskrifaðist með stúdentspróf 1915 og læknapróf frá Háskóla Íslands árið 1921.

Hún fór í framhaldsnám til Noregs og dvaldi um tíma í Þýskalandi.

Katrín var fyrst íslenskra kvenna sem skipuð var héraðslæknir. Hún starfaði síðar sem læknir í Reykjavík og sérhæfði sig í barnalækningum.

Hún varð varaþingmaður 1945 og var síðan þingmaður fyrir Sósíalistaflokkinn árin 1946–1949. Þá var hún bæjarfulltrúi fyrir saman flokk 1950–1954.

Hún var virk í Kvenréttindafélagi Íslands og var meðal annars formaður Menningar- og minningarsjóðs kvenna sem ætlaður var til að styðja ungar konur til náms.

Árið 1931 hélt hún frægan fyrirlestur sem bar heitið: „Frjálsar ástir: erindi um takmarkanir barneigna“.

Ítarefni:

Tengdir atburðir

1790
1800
1810
1820
1830
1840
1850
1860
1870
1880
1890
1900
1910
1920
1930
1940
1950
1960
1970
1980
1990
2000
2010