Sigríður Þorsteinsdóttir (1841–1924) stofnaði, ritstýrði og gaf út blaðið Framsókn mánaðarlega ásamt dóttur sinni Ingibjörgu Skaptadóttur árin 1895–1899. Blaðið lagði mikla áherslu á kvenfrelsismál og eins og sagt var frá strax í fyrsta tölublaði:
„Aðaltilgangur Framsóknar er sá, að hlynna að menntun og sjálfstæði íslenzkra kvenna, og að undirbúa þær til að girnast og nota þau réttindi er aldirnar kunna þeim að geyma“.
Framsókn 8. janúar 1895, bls.1
Ítarefni:
- Auður Aðalsteinsdóttir, „Á réttri hillu – fyrstu íslensku blaðakonurnar“, Spássían 4. tbl. (vor 2011)
- Björg Einarsdóttir, Úr ævi og starfi íslenskra kvenna: útvarpserindi II. (Reykjavík: Bókrún 1986), bls. 206-223
- „Framsókn: fyrsta íslenska kvennablaðið“ Vera 9. árg. 4. tbl. (september 1990) bls. 6